Endar Rodriguez á Anfield?

James Rodriguez.
James Rodriguez. AFP

Margir enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Liverpool hafi mikinn áhuga á að fá kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez til liðs við sig frá Real Madrid í sumar.

Framtíð Kólumbíumannsins hjá Real Madrid er sögð vera í óvissu en honum hefur ekki tekist að festa sig í sessi hjá Madridarliðinu frá því hann kom til þess frá Mónakó fyrir þremur árum.

Enska blaðið Mirror greinir frá því að Liverpool hafi átt viðræður við umboðsmann Rodriguez en verðmiðinn á leikmanninum er talinn vera um 65 milljónir punda sem jafngildir tæplega 9 milljörðum króna. Það eru þó fleiri lið en Liverpool sem hafa augastað á Kólumbíumanninum en Manchester United og Chelsea eru meðal þeirra liða fylgjast með framgangi mála hjá leikmanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert