„Þetta er allt saman rangt“

Claudio Bravo hefur verið mistækur í vetur.
Claudio Bravo hefur verið mistækur í vetur. AFP

Claudio Bravo, markvörður Manchester City, segir það alrangt að hann sé óánægður hjá félaginu þrátt fyrir að hafa misst sæti sitt í liðinu.

Pep Guardiola ákvað að veðja á Bravo í stað Joe Hart sem aðalmarkvörð City, en hinn 33 ára gamli landsliðsmarkvörður Síle hefur verið ansi mistækur. Nú er svo komið að Willy Caballero er orðinn fyrsti kostur á milli stanganna.

„Þetta er allt saman rangt, ég vil ekki fara eitthvað annað. Ég er ánægður á Englandi og fjölskyldan mín er það líka. Það er mikið um falskar fréttir í gangi,“ sagði Bravo.

City er sagt ætla að kaupa nýjan markvörð í sumar og er nafn Marc-Andre Ter Stegen hjá Barcelona sagt þar vera efst á lista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert