Evrópudeildin leiðin

Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United. AFP

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að besti möguleiki liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð felist í að vinna Evrópudeildina.

United er komið í 8-liða úrslit þar, en er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. England á fjögur sæti í Meistaradeildinni:

„Þeir gætu náð því [einu af fjórum efstu í úrvalsdeildinni] en Evrópudeildin er frábært tækifæri. Félagið hefur líka aldrei unnið Evrópudeildina, svo þarna er góður möguleiki til að bæta við afrekaskrána,“ segir Sir Alex Ferguson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert