Skýtur Gerrard og Lampard ref fyrir rass

Dele Alli hefur sannarlega komið af krafti inn í ensku …
Dele Alli hefur sannarlega komið af krafti inn í ensku úrvalsdeildina. AFP

Það er komin ný stjarna á himininn í ensku úrvalsdeildinni, ef eitthvað er að marka tölfræðina hjá Dele Alli leikmanni Tottenham.

Hinn tvítugi Alli hefur nú leikið 60 leiki í ensku úrvalsdeildinni, og búið er að bera saman árangur hans saman við fyrstu leikina hjá goðsögnunum Steven Gerrard og Frank Lampard.

Í fyrstu 60 leikjum sínum í deildinni kom Gerrard við sögu í 3.959 mínútur og í leikjunum skoraði hann 6 mörk og gaf 4 stoðsendingar. Það gerði Lampard einnig í sínum fyrstu leikjum, en hann kom meira við sögu eða í 4.094 mínútur.

Alli skýtur þeim báðum ref fyrir rass, en í leikjunum 60 kom hann við sögu í 4.647 mínútur og hefur að auki skorað 24 mörk og gefið 12 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert