Schweinsteiger fékk ekki að kveðja

Basitan Schweinsteiger með treyju Chicago Fire.
Basitan Schweinsteiger með treyju Chicago Fire. AFP

Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger var í dag formlega kynntur sem leikmaður Chicago Fire í Bandaríkjunum, en hann gekk óvænt til liðs við félagið frá Manchester United á dögunum.

Schweinsteiger var búinn að vera í frystinum á Old Trafford á þessu tímabili, en vakti mikla athygli fyrir það hversu jákvæður hann var og studdi alltaf liðsfélaga sína. En hann fékk ekki tækifæri til þess að kveðja þá almennilega.

„Þetta var ekki auðvelt þar sem hlutirnir gerðust svo hratt og ég gat ekki kvatt liðið almennilega. Strákarnir voru að fara í leik á útivelli og ég vildi ekki segja þeim frá þessu áður, því ég vildi ekki að þeir væru að hugsa um mig heldur liðið,“ sagði Schweinsteiger, sem var vinsæll meðal leikmanna United.

„Ég átti frábæra tíma hérna, sérstaklega með liðsfélögunum og öllu starfsfólkinu,“ sagði Þjóðverjinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert