Bætist Shakespeare í góðan hóp?

Craig Shakespeare.
Craig Shakespeare. AFP

Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Leicester City, getur bæst í góðan hóp stjóra á laugardaginn.

Takist Leicester að vinna sigur á Stoke þegar liðin eigast við á King Power-vellinum í ensku úrvalsdeildinni verður hann fimmti knattspyrnustjórinn til að vinna fyrstu fjóra leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Hinir fjórir eru Pep Guardiola, José Mourinho, Guus Hiddink og Carlo Ancelotti.

Frá því Shakespeare tók við starfi Claudio Ranieri í síðasta mánuði hefur Leicester unnið Liverpool, Hull og West Ham í deildinni og Sevilla í Meistaradeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert