Fær mikið hrós frá stjóranum

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Paul Clement knattspyrnustjóri Swansea City sat fyrir svörum fréttamanna í dag í aðdraganda leiksins mikilvæga gegn Middlesbrough á laugardaginn.

Clement var inntur þeim orðrómi að Gylfi sé hugsanlega á förum frá félaginu í sumar en Gylfi hefur á undanförnum dögum og vikum verið orðaður við önnur lið í deildinni og sjálfur sagði hann á dögunum að vildi gjarnan reyna fyrir sér hjá einhverju stórliði.

„Það er gott fyrir leikmann að hafa metnað til að spila á hæsta stigi og sé engin vandamál hvað það varðar. Gylfi er mjög einbeittur í því að hjálpa okkur að halda sætinu í deildinni. Við höfum ekkert rætt um að hann sé að fara eitthvað annað. Þetta hefur bara snúist um að hann geri sitt besta fyrir Swansea á hverjum degi.

Hann er frábær leikmaður, er hæfileikaríkur og ótrúlega vinnusamur og allir bestu leikmenn sem ég hef unnið með hafa haft þá vinnusemi. Þetta gerir hann að leikmanni sem önnur lið sækjast eftir,“ sagði Clement.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert