Fleiri vondar fréttir úr herbúðum Everton

Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton.
Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton. AFP

Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum Everton í aðdraganda stórleiksins á móti Liverpool á Anfield sem fram fer í hádeginu á laugardaginn.

Bakvörðurinn Seamus Coleman fótbrotnaði í leik með Írum gegn Wales á föstudaginn og verður frá æfingum og keppni næstu mánuðina og nú er ljóst að argentínski miðvörðurinn Ramiro Funes Mori spilar ekki meira á leiktíðinni eftir að hafa meiðst illa á hné í leik með Argentínumönnum í vikunni. Þá ríkir óvissa með miðjumanninn James McCarthy en írski landsliðsmaðurinn varð fyrir meiðslum í upphitun fyrir leikinn á móti Wales.

Everton hefur átt erfitt uppdráttar gegn erkifjendum sínum á Anfield en þeir bláklæddu hafa ekki fagnað sigri á útivelli gegn Liverpool í deildinni síðan árið 1999. Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar, hefur sex stigum meira en Everton sem er í sjötta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert