Ferlinum gæti verið lokið hjá Zlatan

Zlatan Ibrahimovic liggur kvalinn í grasinu á Old Trafford í …
Zlatan Ibrahimovic liggur kvalinn í grasinu á Old Trafford í gærkvöld. AFP

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Manchester United, er að öllum líkindum með slitið krossband í hné eftir meiðslin sem hann hlaut í leiknum gegn Anderlecht í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Af þeim sökum gæti hann neyðst til þess að leggja skóna á hilluna.

ESPN og fleiri fjölmiðlar greina frá alvarleika meiðslanna í kvöld. Zlatan er orðinn 35 ára gamall og verður 36 ára í október, en venjulega er miðað við að leikmenn snúi til baka níu mánuðum eftir að hafa slitið krossband.

Það þýðir að Svíinn er úr leik fram á næsta ár, en líklegt er talið að hann hafi því spilað sinn síðasta leik fyrir United þar sem hann er með lausan samning í sumar.

En í kjölfar fréttanna í kvöld hefur farið af stað umræða um að í raun séu endalok ferilsins runnin upp. Zlatan hefur skorað 28 mörk í 46 leikjum fyrir Untied á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert