Enn vinnur Palace á Anfield

Crystal Palace er langt komið með að tryggja sér áframhaldandi sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir óvæntan útisigur á Liverpool í dag, 2:1, á Anfield. Þetta er þó þriðja árið í röð sem Palace sækir þrjú stig á þennan erfiða útivöll.

Palace er komið með 38 stig og alla leið upp í tólfta sæti þegar fjórum umferðum er ólokið en liðið á auk þess leik til góða. Palace er nú sjö stigum fyrir ofan Swansea sem er í fallsæti með 31 stig.

Tapið setur hins vegar strik í reikninginn hjá Liverpool sem er í hörðum slag um sæti í Meistaradeild Evrópu. Liðið er enn í þriðja sæti með 66 stig en Manchester City með 64 stig og Manchester United með 63 stig, eiga bæði tvo leiki til góða á Liverpool.

Philippe Cautinho kom Liverpool yfir með skoti beint úr aukaspyrnu á 24. mínútu. Christian Benteke jafnaði á 43. mínútu eftir sendingu frá Yohan Cabaye og skoraði svo sigurmarkið á 74. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Andros Townsend.

Liverpool 1:2 Cr. Palace opna loka
90. mín. Sex mínútur í uppbótartíma!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert