Zlatan floginn til Bandaríkjanna

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. AFP

Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, er farinn til Bandaríkjanna þar sem hann gengst undir aðgerð á hné á miðvikudaginn en Svíinn varð fyrir því óláni að slíta krossband í Evrópuleiknum gegn Anderlecht í síðustu viku.

Ljóst er að Zlatan, sem er 35 ára gamall, spilar ekki meira á þessu ári og óvissa ríkir um það hvort hann eigi afturkvæmt út á völlinn á nýjan leik en sjálfur segist hann stefni ótrauður á að koma sterkur til baka.

Samningur Zlatans við Manchester United rennur út eftir tímabilið en möguleiki er að samningurinn verði framlengdur um eitt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert