Eriksen hélt lífi í meistarabaráttunni

Christian Eriksen í baráttu við Mamadou Sakho á Shelhurst Park …
Christian Eriksen í baráttu við Mamadou Sakho á Shelhurst Park í kvöld. AFP

Tottenham minnkaði forskot Chelsea í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu niður í 4 stig í kvöld þegar liðið lagði Crystal Palace í baráttuleik á Shelhurst Park, 1:0.

Daninn Christian Eriksen reyndist hetja Tottenham en þrumufleygur hans af um 20 metra færi á 78. mínútu skildu liðin en þetta var áttunda mark Danans í deildinni á tímabilinu.

Arsenal heldur enn í vonina um að ná Meistaradeildarsætinu en liðið hafði betur gegn Englandsmeisturum Leicester á heimavelli, 1:0. Það stefndi allt í markalaust jafntefli en á 86. mínútu varð Robert Huth fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Arsenal er með 60 stig og er fjórum stigum á eftir Manchester City sem er í fjórða sætinu.

Middlesbrough á enn von um að halda sæti sínu eftir 1:0 sigur gegn Sunderland sem er svo gott sem fallið. Marten De Roon skoraði sigurmarkið á 9. mínútu leiksins.

Cr. Palace 0:1 Tottenham opna loka
90. mín. Wilfried Zaha (Cr. Palace) fær gult spjald +7
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert