Fáir hafa spilað meira en Gylfi

Gylfi í leik með Swansea gegn Chelsea.
Gylfi í leik með Swansea gegn Chelsea. AFP

Aðeins átta leikmenn hafa spilað fleiri mínútur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili heldur en Gylfi Þór Sigurðsson með Swansea.

Gylfi hefur spilað í samtals í 2,968 mínútur. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 33 af 34 leikjum Swansea á tímabilinu en Gylfi byrjaði á bekknum í fyrsta leiknum á móti Burnley enda fékk hann lengra frí en aðrir leikmenn Swansea eftir erfitt Evrópumót í Frakklandi síðastliðið sumar. Í tveimur leikjum hefur hann svo verið tekinn af velli undir lok leikjanna.

Tveir leikmenn hafa hverja einustu mínútu með liðum sínum í deildinni á tímabilinu eða í 3,060 mínútur. Það eru Lukasz Fabianski markvörður Swansea og Steve Cook úr Bournemouth. Hinir sex leikmennirnir sem hafa spilað fleiri mínútur en Gylfi eru Michael Keane (Burnley), Ben Mee (Burnley), César Azpilicuteta (Chelsea), Ben Foster (WBA), Erik Pieters (Stoke) og Ben Gibson (Middlesbrough).

Gylfi er í 2.-3 sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar í deildinni. Hann og Christian Eriksen úr Tottenham hafa gefið 12 en Kevin De Bruyne úr Manchester City er með 13.

Gylfi er sá leikmaður sem hefur átt flestar fyrirgjafirnar. Þær eru 266 talsins, James Milner úr Liverpool á næst flestar eða 231 og Kevin De Bruyne 228.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert