Framkvæmdastjóri Newcastle handtekinn

Lee Charnley og Mike Ashley, eigandi Newcastle.
Lee Charnley og Mike Ashley, eigandi Newcastle.

Húsleit var gerð í morgun í höfuðstöðvum ensku félaganna Newcastle og West Ham. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og er það Lee Charnley, framkvæmdastjóri Newcastle. 

Tilefnið er möguleg skattsvik, samkvæmt frétt enska miðilsins Daily Mail sem greindi einna fyrst frá málinu. Samkvæmt fréttinni taka frönsk skattayfirvöld einnig þátt í aðgerðunum og húsleitir hafa sömuleiðis verið gerðar í Frakklandi.

„Þessi sakamálarannsókn sendir skýr skilaboð þess efnis að sama hver þú ert, þá muntu þurfa að taka afleiðingum þess að fremja skattalagabrot. 180 fulltrúar hafa gert húsleitir víða á Englandi og í Frakklandi í morgun. Nokkrar handtökur hafa farið fram og þá hafa viðskiptaskjöl, tölvur og farsímar verið gerð upptæk,“ hefur miðillinn eftir skattayfirvöldum.

Fréttirnar koma aðeins tveimur dögum eftir að Newcastle endurheimti sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert