„Xavi hatar mig“

Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. AFP

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, er brjálaður út í spænska miðjumanninn Xavi sem gerði garðinn víðfrægan hjá Barcelona á árum áður.

The Sun birti ummæli Xavi að Pep Guardiola, fyrrum stjóri sinn hjá Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, væri mikill aðdáandi Dele Alli og vonaðist til þess að klófesta hann til City. Komu ummælin á afar slæmum tíma, rétt fyrir undanúrslitaleik liðanna í FA-bikarnum á laugardag.

Pochettino sakar Xavi um að sjá um skítverkin fyrir Guardiola með því að reyna að gera leikmanninn órólegan. Pochettino stýrði Espanyol á Spáni, erkifjendum Börsunga, á sínum tíma og er ekki mikill aðdáandi spænska miðjumannsins.

„Hann reyndi að trufla okkar undirbúning af því að hann hatar mig, vegna þess að hann kemur frá Barcelona. Ég þekki hann vel, spilaði oft gegn honum þegar ég var stjóri Espanyol. Og kannski er hann bara að vinna skítverkin fyrir Manchester City. Hver veit?“ sagði Pochettino.

Xavi hefur síðar stigið fram og neitað því að hafa tjáð sig á þennan hátt við The Sun, en ummælin höfðu þrátt fyrir það sín áhrif og Pochettino svaraði fullum hálsi.

Xavi Hernandez spilar núna í Katar.
Xavi Hernandez spilar núna í Katar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert