Urðum að spila upp á jafntefli

Mourinho ræðir við Fellanini þegar hann gengur af velli eftir …
Mourinho ræðir við Fellanini þegar hann gengur af velli eftir að hafa fengið rautt spjald. AFP

Lærisveinar José Mourinho spiluðu 24. leikinn í röð án ósigurs í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við granna sína í Manchester City í kvöld.

„Við vildum gera meira í sókninni og sprengja þá upp með skyndisóknum. Við höfðum ágæt tök á leiknum í fyrri hálfleik en þetta var erfiðara í þeim síðari. Við urðum að taka þá ákvörðun að spila upp jafntefli og berjast fyrir því að taka stig,“ sagði Mourinho en liðið lék manni færri síðustu tíu mínúturnar eftir að Fellanini var vikið af velli.

„Í fyrri hálfleik vorum við alltaf hættulegir en við fórum samt oft illa að ráði okkar með lélegum sendingum. Ég lofaði því að ræða ekki um þá leikmenn sem okkur vantaði en ég segi bara að við höfðum ekki alveg gæðin á miðsvæðinu, það vantaði meiri gæði þar,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert