Chelsea komið með sjö stiga forskot

Chelsea vann öruggan 3:0-sigur þegar liðið mætti Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á Goodison Park. Það voru Pedro, Gary Cahill og Willian sem skoruðu mörk Chelsea í leiknum sem er þar af leiðandi komið með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.

Manchester City missti af stigum í baráttu sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu þegar liðið gerði 2:2-jafntefli við Middlesbrough sem nældi í mikilvægt stig í fallbaráttu deildarinnar.

Chelsea er með 81 stig á toppi deildarinnar, sjö stigum á undan Tottenham Hotspur sem getur minnkað forskotið á nýan leik þegar liðið mætir Arsenal klukkan 15.30 í dag.

Manchester City er með 66 stig í fjórða sæti deildarinnar og Everton hefur 58 stig í 7. sæti deildarinnar. Middlesbrough er hins vegar í 19. og næstneðsta sæti deildarinnar með 28 stig.

Middlesbrough - Man. City, 2:2
Alvaro Negredo 38., Calum Chambers 77. - Sergio Agüero (vítaspyrna) 70., Gabriel Jesus 85.

Everton 0:3 Chelsea opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 3:0-sigri Chelsea.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert