Gylfi sá besti að mati allra hjá Swansea

Gylfi Þór Sigurdsson átti stórkostlegt tímabil hjá Swansea í vetur.
Gylfi Þór Sigurdsson átti stórkostlegt tímabil hjá Swansea í vetur. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson fékk þrenn verðlaun á lokahófi Swansea í kvöld en félagið gerði þá upp tímabilið og gat fagnað því að hafa haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Gylfi var valinn besti leikmaður tímabilsins af leikmönnum Swansea og sömuleiðis valinn bestur af stuðningsmönnum liðsins. Þá var hann jafnframt útnefndur besti leikmaður liðsins í útileikjum á tímabilinu.

Gylfi hefur skorað 9 mörk og lagt upp 13 í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, sem lýkur um helgina. Kjörið í kvöld undirstrikar að hann átti öðrum fremur stærstan þátt í því að halda Swansea uppi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert