30 milljóna punda verðmiði

David Moyes.
David Moyes. AFP

Sunderland, sem er fallið úr ensku úrvalsdeildinni, hefur sett 30 milljóna punda verðmiða á markvörðinn Jordan Pickford.

Pickford, sem er 23 ára gamall, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna sína á leiktíðinni og vitað er að mörg lið renna hýrum augum til hans, meðal annars Everton.

David Moyes, stjóri Sunderland, segir að ekki komi til greina að selja Pickford fyrir minna en 30 milljónir punda.

Ítalska goðsögnin Gianluigi Buffon, markvörður ítalska meistaraliðsins Juventus, er dýrasti markvörður heims en Juventus greiddi sem svarar 33 milljónum punda þegar það fékk hann frá Parma árið 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert