Liverpool í Meistaradeildina

Wijnaldum fagnar fyrsta marki leiksins.
Wijnaldum fagnar fyrsta marki leiksins. AFP

Liverpool tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu með öruggum 3:0 sigri á föllnu liði Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Geroginio Wijnaldum, Coutinho og Adam Lallana skoruðu mörkin.

Vendipunkturinn kom í blálok fyrri hálfleiks er Wijnaldum skoraði, en fram að því virtust leikmenn Liverpool vera stressaðir og spilamennskan var eftir því. Hollendingurinn kláraði hins vegar mjög vel eftir undirbúning Roberto Firmino og reyndist eftirleikurinn í seinni hálfleik auðveldur fyrir Liverpool.

Hér má sjá önnur úrslit í deildinni í dag. 

Burnley - West Ham 1:2
Vokes 23. -- Feghouli 27. Ayew 72.

Chel­sea - Sund­erland 5:1
Willian 8. Hazard 62. Pedro 79. Batshuayi 90. 90. -- Javier Manquillo 3.

Hull City - Totten­ham 1:7
Clucas 66. -- Kane 10. 13. 72 Alli 45. Wanyama 70. Davies 85. Alderweireld 87.

Leicester City - Bour­nemouth 1:1
Vardy 51. -- Junior Stanislas 1.

Arsenal - Everton 3:1
Hector Bellerin 8. Sánchez 27. Ramsey 90. -- Lukaku 58.

Manchester United - Crystal Palace 2:0
Harrop 15. Pogba 18.

Sout­hampt­on - Stoke 0:1
Crouch 60.

Sw­an­sea - WBA 2:1
Ayew 72. Llorente 85. -- Evans 33.

Wat­ford - Manchester City 0:5
Vincent Kompany 5. Agüero 23. 36. Fernandinho 41. Jesus 58.

Liverpool 3:0 Middlesbrough opna loka
90. mín. Liverpool fer af velli Liverpool fer í Meistaradeildina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert