Tveir lögðu upp fleiri mörk en Gylfi

Gylfi Sigurðsson.
Gylfi Sigurðsson. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson varð í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem áttu flestar stoðsendingarnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem lauk í gær.

Gylfi, sem um tíma var í toppsætinu á stoðsendingalistanum, lagði upp 13 mörk á leiktíðinni. Daninn Christian Eriksen úr Tottenham varð annar með 15 stoðsendingar og Belginn Kevin De Bruyne úr Manchester City varð stoðsendingakóngurinn en hann lagði upp alls 18 mörk.

Gylfi átti flestar fyrirgjafir allra leikmanna í deildinni eða 305 talsins. Kevin De Bruyne kom næstur með 275 og James Milner, Liverpool, átti 259.

Gylfi varð fjórði á listanum yfir þá leikmenn sem áttu flest markskot. Hann átti 116 en Sergio Agüero, framherji Manchester City, átti flest skotin eða 139.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert