Silva í viðræðum við Porto

Marco Silva náði ekki að bjarga Hull frá falli.
Marco Silva náði ekki að bjarga Hull frá falli. AFP

Marco Silva, knattspyrnustjóri Hull City, sem féll úr ensku úrvaldeildinni, er sagður vera kominn til Portúgals þar sem hann á í viðræðum við Porto um að taka við þjálfun liðsins. Sky Sports greinir frá þessu.

Silva tók við stjórastarfinu hjá Hull City í byrjun árs og þrátt fyrir ágæta spretti af og til og sérstaklega á heimavelli tókst liðinu ekki að halda sæti sínu í deildinni.

Silva sem er Portúgali þjálfaði lið Sporting Lissabon tímabilið 2014-15 og fór þaðan til Grikklands þar sem hann stýrði liði Olympiakos eitt tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert