Spiluðum fyrir fólkið sem dó

Paul Pogba með bikarinn eftir sigur Manchester United í gær.
Paul Pogba með bikarinn eftir sigur Manchester United í gær. AFP

Paul Pogba, leikmaður Manchester United, dýrasti knattspyrnumaður heims, tileinkaði sigurinn gegn Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær þeim sem létu lífið í sjálfsmorðssprengingunni í Manchester í vikunni.

„Við spiluðum fyrir fólkið sem dó. Þessir hlutir eru hræðilegir út um allan heim, London og í París. Við fórum í leikinn einbeittir á að vinna og vinna fyrir Manchester og þjóðina,“ sagði Pogba eftir leikinn en hann skoraði fyrra mark sinna manna í úrslitaleiknum sem fram fór á Friends Arena í Stokkhólmi.

„Við vildum vinna fyrir Manchester-borg og koma heim með titilinn. Ég er svo glaður. Við vissum að þetta er búið að vera erfiður tími fyrir alla í Manchester og við erum svo ánægðir að hafa unnið fyrir allt fólkið sem hefur þjáðst,“ sagði Juan Mata eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert