Assou-Ekotto vill leika í klámmyndum

Benoit Assou-Ekotto er skrautlegur.
Benoit Assou-Ekotto er skrautlegur. AFP

Knattspyrnumaðurinn Benoit Assou-Ekotto er með félög eins og Tottenham og QPR á ferilskránni, en hann hefur alltaf þótt fremur skrautlegur. Assou-Ekotto hefur t.d ekki nokkurn áhuga á fótbolta og er hann einungis atvinnumaður í knattspyrnu þar sem það er vel borgað. 

Nú hefur Assou-Ekotto aftur komið sér í fréttirnar eftir skrautleg ummæli frá Harry Redknapp, fyrrverandi stjóra hans hjá Tottenham. Redknapp þjálfar nú enska 1. deildarliðið Birmingham City og hafði mikinn áhuga á að fá leikmanninn til liðs við sig. Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að það muni gerast, þar sem Assou-Ekotto hefur metnað fyrir öðru. 

Assou-Ekotto vill nefnilega frekar leika í klámmyndum en halda áfram í knattspyrnu, ef marka má orð Redknapp. 

„Ég væri til í að fá hann til Birmingham en eina vesenið er að hann vill frekar leika í klámmyndum. Kannski náum við að plata hann í að taka eitt ár með okkur fyrst, við sjáum til,“ sagði Redknapp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert