Valencia framlengdi við United

Antonio Valencia.
Antonio Valencia. AFP

Ekvadorinn Antonio Valencia hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Manchester United með möguleika á að bæta þriðja árinu við.

Valencia kom til Manchester United frá Wigan árið 2009 og hefur verið einn albesti leikmaður liðsins undanfarin ár og er af mörgum talinn einn besti hægri bakvörður ensku úrvalsdeildarinnar.

Frá því hann kom til Manchester-liðsins hefur hann tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari, hefur unnið ensku bikarkeppnina einu sinnu, enska deildabikarinn í tvígang og Evrópudeildina sem United vann í fyrrakvöld.

„Manchester United hefur verið mitt líf síðan 2009 og ég er óskaplega glaður að hafa gert nýjan samning við félagið. Á miðvikudaginn unnum við eina titilinn sem félagið hefur ekki náð að vinna og það var mér mikill heiður að vera fyrirliði í úrslitaleiknum,“ segir Valencia, sem er 31 árs gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert