Sturridge á að yfirgefa Liverpool

Daniel Sturridge fagnar marki undir lok tímabilsins í vor.
Daniel Sturridge fagnar marki undir lok tímabilsins í vor. AFP

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, ætti að yfirgefa félagið fyrir tímabilið að sögn fyrrverandi leikmanns félagsins.

Jason McAteer, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og landsiðsmaður Írlands, segir í Sunday Mirror í dag að Sturridge eigi að yfirgefa Liverpool þrátt fyrir sterka innkomu í liðið undir lok síðasta tímbils. 

Sturridge byrjaði aðeins sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og hefur aldrei náð að blómstra til lengri tíma undir stjórn Jürgen Klopp í Liverpool-búningnum en átti þó góðan endasprett með liðinu á vormánuðum.

„Ég tel að það sé gott fyrir Daniel að fara í burtu,“ sagði McAteer.

 „Það leikur enginn vafi á því að hann hefur gæði og er frábær leikmaður, sem er enn þá aðeins 27 ára gamall. En hann spilar ekki nógu mikið,“ sagði McAteer.

 Hann kláraði tímabilið og lék síðustu fjóra leikina, átti sterka innkomu og nú vilja allir að hann verði áfram. En besta lausnin fyrir hann væri að færa sig. Þetta hefur náð því stig,“ sagði McAteer.

 Ég held að fólk sé orðið þreytt á umræðunni um hvers vegna hann sé ekki að spila. Þessar endalausu vangaveltur um það hvort Daniel sé ekki 100% eða hvort Klopp sé að taka taktískar ákvarðanir byggðar á andstæðingum, sagði McAteer.

 Það sem gæti vegið á móti þessu eru 40 milljónirnar (punda) sem Liverpool vill fá fyrir hann, sagði McAteer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert