Tilboðið hljóðaði upp á 27 milljónir

Gylfi Þór fagnar marki í búningi Swansea á síðustu leiktíð. …
Gylfi Þór fagnar marki í búningi Swansea á síðustu leiktíð. Mun hann klæðast bláu á þeirri næstu? AFP

Fréttir um íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson hjá Swansea halda áfram að berast í enskum miðlum.

Í gær var sagt frá í ensku götublöðunum að tilboði upp á 30 milljónir punda hefði verið hafnað í Gylfa Þór frá Everton.

Í frétt Peter O’Rourke í dag á ESPN, sem telst áreiðanlegri heimild, segir hins vegar að tilboðið hafi hljóðað upp á 27 milljónir punda og vitnar hann í heimildamenn sína sem eru vel tengdir Swansea.

Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð Gylfa Þórs eftir frábæra frammistöðu hans á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 9 mörk og lagði upp 13 er hann hélt öðrum fremur Swansea uppi í ensku úrvalsdeildinni.

Everton hefur verið sterklega orðað við Gylfa og er hann sagður vera efstur á lista hjá Ronald Koeman, knattspyrnustjóra liðsins. Tottenham hefur einnig sagst vera áhugasamt en Gylfi Þór lék þar frá 2012-'14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert