Gylfi sagður kosta 40 milljónir punda

Gylfi Þór Sigurðsson hefur slakað á í sumarfríi síðustu daga …
Gylfi Þór Sigurðsson hefur slakað á í sumarfríi síðustu daga eftir að hafa fagnað sigri gegn Króatíu í undankeppni HM 11. júní. mbl.is/Hanna

Leicester, Everton og Tottenham þurfa að punga út 40 milljónum punda, jafnvirði 5,3 milljarða króna, til að eiga von um að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea.

Þetta fullyrðir vefmiðill Leicester Mercury sem fylgist grannt með málefnum Leicester. Bandaríski miðillinn ESPN sagði um helgina að Swansea hefði hafnað 27 milljóna punda tilboði frá Everton enda væri það talsvert lægra en forráðamenn Swansea myndu sætta sig við fyrir sinn besta leikmann, sem skoraði 9 mörk og lagði upp 13 í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Í frétt Leicester Mercury segir að hinir bandarísku eigendur Swansea, sem keyptu félagið síðasta sumar, hafi úr nægum fjármunum að moða og vilji helst ekki sjá á eftir Gylfa, nema þá fyrir að minnsta kosti svo háa upphæð sem fyrr segir.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur slakað á í sumarfríi síðustu daga …
Gylfi Þór Sigurðsson hefur slakað á í sumarfríi síðustu daga eftir að hafa fagnað sigri gegn Króatíu í undankeppni HM 11. júní. mbl.is/Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert