„Viljum ekki selja Gylfa“

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Forráðamenn Swansea City segjast enn ákveðnir í reyna að halda Gylfa Þór Sigurðssyni í herbúðum félagsins.

Fram hefur komið í fréttum að Swansea hafi hafnað 30 milljón punda tilboði Everton í Gylfa en Leicester City og Tottenham eru einnig sögð vera mjög áhugasöm um að fá Gylfa til liðs við í sumar.

„Við ætlum ekki að gera samning sem er ekki góður fyrir félagið svo við viljum ekki selja hann. Það er engin löngun hjá okkur að selja Gylfa. Hann er frábær fyrir félagið, er gríðarlega vinnusamur, við elskum öll að sjá hann spila og við viljum hafa hann hjá okkur á næsta tímabili,“ segir Chris Pearlman starfsmaður Swansea í viðtali við vefinn walesonline.

Gylfi gerði nýjan samning við Swansea í ágúst á síðasta ári og á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann átti frábæru gengi að fagna með Swansea á síðustu leiktíð og var útnefndur leikmaður ársins annað árið í röð bæði af leikmönnum og stuðningsmönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert