Ætla að bjóða 40 milljónir í Sánchez

Alexis Sánchez í leik með Arsenal.
Alexis Sánchez í leik með Arsenal. AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports er franska knattspyrnufélagið Paris Saint-Germain reiðubúið að borga rúnar 40 milljónir punda fyrir Alexis Sánchez, leikmann Arsenal. Sánchez á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal. 

Arsenal hefur ekki enn fengið opinbert tilboð frá PSG en talið er að félagið sé tilbúið til að borga Sánchez um 250.000 pund í vikulaun eða um 34,6 milljónir króna.

Sky greinir líka frá því að Sánchez sé opinn fyrir því að fara til Manchester City þar sem hann vill spila undir stjórn Pep Guardiola, þjálfara City. Miðillinn greinir jafnframt frá því að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hafi engan áhuga á að selja Sánchez. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert