Kenedy sendur heim frá Kína

Kenedy í leik með Chelsea.
Kenedy í leik með Chelsea. AFP

Chelsea hefur sent Brasilíumanninn Kenedy aftur til Englands frá Kína þar sem liðið var í æfingaferð. Ástæðan er færslur sem hann setti á Instagram-síðu sína. Kenedy skrifaði þar „Porra China“ sem út­leggst á íslensku sem hel­vít­is Kína. Seinna sendi Kene­dy svo mynd­skeið af kín­versk­um ör­ygg­is­verði sem svaf og skrifaði með mynd­skeiðinu „Acorda China Vacilao“, sem þýðir vaknaðu kín­verska fífl. 

Félagið sendi frá sér afsökunarbeiðni í gær og nú hefur það rekið leikmanninn heim. Kenedy hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Chelsea og spilaði hann aðeins tvo leiki fyrir liðið á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert