United betur búið undir titilbaráttu

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið sé nú betur undir það búið að berjast um Englandsmeistaratitilinn en á síðasta tímabili sem var það fyrsta undir stjórn Portúgalans.

United vann bæði Evrópudeildina og enska deildabikarinn en hafnaði aðeins í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar. Mourinho stefnir á að gera betur á komandi leiktíð.

„Þetta tímabil mun verða enn erfiðara, en við erum betur búnir undir það að berjast um Englandsmeistaratitilinn. Við erum að keppa við frábær lið sem hafa keypt góða leikmenn, en ég trúi á hópinn og þann anda sem ríkir hjá okkur. Ég treysti mínum leikmönnum og við munum stefna á titilinn,“ sagði United.

Sem sigurvegari Evrópudeildarinn tryggði United sér sæti í Meistaradeildinni, en Mourinho á ekki von á því að liðið geri rósir þar næsta vetur.

„Við vorum eitt af sterkustu liðunum í Evrópudeildinni en nú förum við í Meistaradeildina þar sem við erum ekki eitt af sterkustu liðunum. Við verðum að vera miklu, miklu betri fyrir það,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert