Gylfi á æfingu með Swansea (myndskeið)

Gylfi á æfingunni með Swansea í gær.
Gylfi á æfingunni með Swansea í gær. Ljósmynd/Swansea City

Það ríkir enn óvissa með framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar en fréttir af hugsanlegum félagaskiptum hans frá Swansea til Everton hafa verið mjög áberandi í enskum fjölmiðlum síðustu daga og vikur.

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, staðfesti á fréttamannafundi í gær að hann hefði áhuga á að fá Gylfa til liðs við sig en Everton hefur ekki tekið ákvörðun um hvort það ætli að gera Swansea nýtt tilboð í íslenska landsliðsmanninn.

Swansea hafnaði fyrr í vikunni 45 milljóna punda tilboði frá Everton og stendur fast við fyrri ákvörðun um að hann sé ekki falur fyrir minna en 50 milljónir punda.

Gylfi æfði með aðalliði Swansea í gær í fyrsta sinn eftir að félagið kom heim frá æfingaferð til Bandaríkjanna en sem kunnugt er baðst Gylfi undan því að fara í æfingaferðina vegna óvissunnar með framtíðina hjá velska liðinu.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá Gylfa á æfingunni með Swansea í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert