Neymar afgreiddi United (myndskeið)

Neymar og Michael Carrick í baráttunni.
Neymar og Michael Carrick í baráttunni. AFP

Manchester United tapaði sínum fyrsta leik í æfingaferðinni í Bandaríkjunum í nótt þegar liðið mætti Barcelona.

Brasilíumaðurinn Neymar skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu en bæði lið stilltu upp sínum sterkustu liðum í fyrri hálfleik en mikið var um skiptingar í þeim síðari.

„Það er mjög mikilvægt að tapa leik á undirbúningstímabilinu. Þér líkar ekki að tapa en ég tel það mjög mikilvægt. Ég held að það hefði verið mjög vont fyrir okkur að fara frá Bandaríkjunum án taps eftir að hafa spilað á móti liðum eins og Real Madrid, Barcelona og Manchester City. Það hefði verið mjög vont að koma heim aðeins með sigra,“ sagði José Mourinho, stjóri Manchester United, eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert