Liverpool hélt ekki út gegn Watford

Stefano Okaka fagnar fyrsta marki leiksins.
Stefano Okaka fagnar fyrsta marki leiksins. AFP

Watford og Liverpool gerðu 3:3 jafntefli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag í fjörugum leik. Watford komst í 1:0 og 2:1 en Liverpool var í 3:2 forystu fram í uppbótartíma þegar Watford jafnaði. 

Stefano Okaka kom Watford yfir á áttundu mínútu er hann stangaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu. Sadio Mané jafnaði fyrir Liverpool á 29. mínútu eftir fallega sókn en aðeins fjórum mínútum síðar kom Abdoulaye Doucouré Watford aftur yfir og var staðan í hálfleik 2:1, Watford í vil. 

Liverpool kom mjög vel inn í síðari hálfleikinn og Roberto Firmino skoraði úr vítaspyrnu á 55. mínútu eftir að brotið var á Mohammed Salah. Þremur mínútum síðar lagði hann upp mark á Salah sem skoraði af stuttu færi. Allt stefndi í sigur Liverpool en Miguel Britos jafnaði fyrir Watford í uppbótartíma og þar við sat. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Leikmenn Liverpool fagna í dag.
Leikmenn Liverpool fagna í dag. AFP
Watford 3:3 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið Liðin skipta með sér stigunum í skemmtilegum leik.
mbl.is