Gylfi sá besti utan topp 5 liðanna

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fyrir mér er Gylfi besti leikmaðurinn sem er ekki í topp fimm liðunum. Mörkin hans og stoðsendingar sanna það. Það er algjört stórslys hjá Swansea að selja hann," segir Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal um félagsskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Swansea í Everton. Félögin hafa náð samkomulagi um kaupverð á Gylfa sem er í kringum 45 milljónir punda. 

Wright segir að Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, hafi hreinlega hræðst þann dag sem félagsskiptin yrðu að veruleika. 

„Þessi félagsskipti hafa tekið langan tíma og Paul Clement hefur hræðst þennan dag síðan orðrómarnir fóru af stað. Hann vissi að þetta myndi gerast að lokum og það er stórt skarð sem þarf að fylla. Gylfi er toppleikmaður."

„Þetta er stórgóð tíðindi fyrir Everton en stórslys fyrir Swansea," bætti hann við að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert