Líkur á að Sánchez fari frítt frá Arsenal

Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez. AFP

Það gengur ekkert hjá forráðamönnum Arsenal sem reyna að fá Alexis Sánchez til þess að framlengja samning sinn við félagið. Núgildandi samningur rennur út eftir tímabilið.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti á fréttamannafundi í morgun að allar viðræður séu stopp. Ef fram heldur sem horfir gæti Sánchez farið að ræða við önnur félög strax í janúar og farið frít næsta sumar.

Sánchez hefur verið að glíma við meiðsli og er líklega fjarri góðu gamni í næsta leik gegn Stoke á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert