Verður fjórfalt dýrari en nokkur annar Íslendingur

Gylfi Þór Sigurðsson hefur slegið í gegn með Swansea.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur slegið í gegn með Swansea. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson gengst í dag undir læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Þessi 27 ára gamli landsliðsmaður í knattspyrnu mun ef að líkum lætur skrifa undir samning við félagið í kjölfarið.

Everton hefur í allt sumar unnið að því að fá Gylfa í sínar raðir, en hollenski knattspyrnustjórinn Ronald Koeman hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á íslenska miðjumanninum. Swansea hefur hins vegar hafnað öllum tilboðum í Gylfa þar til nú, þar á meðal 40 milljóna punda tilboði Leicester í júlí. Samkvæmt heimildum BBC nemur kaupverðið sem Everton greiðir um 45 milljónum punda, sem miðað við gengi gærdagsins samsvarar um 49 milljónum evra og 6,3 milljörðum króna.

Dýrasti íslenski knattspyrnumaðurinn hingað til er Eiður Smári Guðjohnsen, en hann var seldur frá Chelsea til Barcelona sumarið 2006 fyrir 12 milljónir evra. Gylfi fór frá Tottenham til Swansea árið 2014 fyrir 10,10 milljónir evra, eftir að hafa verið keyptur til Tottenham frá Hoffenheim fyrir 10 milljónir evra.

Eins og áður þegar Gylfi hefur verið seldur á milli félaga hagnast Breiðablik og FH vel á vistaskiptum hans. Reglur FIFA kveða á um að félagslið sem leikmenn eru hjá á aldrinum 12-23 ára fái sérstakar uppeldisbætur, sem samtals nema 5% af kaupverði hverju sinni.

Nánar er fjallað um félagaskipti Gylfa í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert