Verðið hefur lítil áhrif á mig

Gylfi Þór Sigurðsson í nýju treyjunni.
Gylfi Þór Sigurðsson í nýju treyjunni. Ljósmynd/Heimasíða Everton

„Það er mikill léttir að þetta sé loksins komið. Þetta tók langan tíma, kannski lengri en maður bjóst við, en þetta er loksins í höfn og maður er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, líklega örlítið þreyttur áður en hann lagðist á koddann í gærkvöld eftir annasaman dag. Gylfi var í gær kynntur sem nýr leikmaður Everton, sá langdýrasti í langri sögu félagsins, og skrifaði undir samning til fimm ára.

Þar með lauk langri sögu um hugsanleg vistaskipti Gylfa til Everton, sem segja má að hafi átt upphaf sitt fyrir um fjórtán árum þegar Gylfi hélt til Bítlaborgarinnar til reynslu. Everton sótti fast að fá Gylfa frá Swansea síðasta sumar en enn fastar nú, og endanlegt kaupverð nemur um 45 milljónum punda, sem jafngildir um 6,3 milljörðum króna.

Gylfi sagði síðustu daga og vikur hafa reynt á andlegu hliðina, á meðan hann hefði beðið í óvissu en ekki fengið að spila leiki Swansea vegna þessara yfirvofandi vistaskipta.

„Hefur tekið á andlega“

„Ég hef bara æft á fullu með Swansea en auðvitað ekki verið með í leikjunum. Þetta hefur tekið á andlega, að vita ekki hvað myndi verða og hvort þeir myndu hætta við. Það var erfiðast í þessu, en annars hefur þetta bara verið venjulegt og maður beðið eftir að þetta dytti í gegn,“ sagði Gylfi.

„Everton hafði mikinn áhuga síðasta sumar, og þjálfarinn hefur sýnt mér áhuga áður, svo að vitandi það var þetta eina vitið. Ég ákvað í fyrra að vera eitt ár í viðbót hjá Swansea, en mér fannst tími til kominn núna að skipta um klúbb og taka þessari áskorun. Þetta er frábær klúbbur og mjög spennandi tímar fram undan,“ sagði Gylfi.

Talandi um þjálfarann áhugasama, Hollendinginn Ronald Koeman, þá undirstrikar verðmiðinn hái kannski hve mikils Koeman metur Gylfa?

Ítarlega er rætt við Gylfa í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert