Spilaði síðast á Íslandi en má nú fara

Skoski miðjumaðurinn Robert Snodgrass er kom til West Ham frá …
Skoski miðjumaðurinn Robert Snodgrass er kom til West Ham frá Hull fyrir rúmar 10 milljónir punda. AFP

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins West Ham hafa sagt kantmanninum Robert Snodgrass að hann megi yfirgefa félagið, aðeins hálfu ári eftir að hafa verið keyptur.

Skoski landsliðsmaðurinn kostaði rúmar 10 milljónir punda þegar West Ham keypti hann frá Hull í janúar. Hann náði ekki að heilla forráðamenn West Ham og segja þeir að hann megi fara, hvort sem er á láni eða að fullu.

Snodgrass kom ekki við sögu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi, en hann spilaði síðast fyrir liðið á Laugardalsvelli gegn Manchester City þegar West Ham tapaði 3:0. Hann kom þá inn á sem varamaður á 62. mínútu.

West Ham er að reyna að ganga frá kaupunum á Portúgalanum William Carvalho frá Sporting Lissabon sem er sagður kosta 40 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert