Annar stórsigur United í röð

Leikmenn Manchester United fagna fyrsta markinu í dag.
Leikmenn Manchester United fagna fyrsta markinu í dag. AFP

Swansea og Manchester United mættust í annarri umferð ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Liberty Stadium í Swansea í dag. Gestirnir komust yfir í lok fyrri hálfleiks og voru hættulegri allan leikinn. Þeim virtist þó finnast forystan þæginleg um miðjan leik, en þá gjörbreyttist leikurinn og gestirnir bættu við þremur mörkum á fjórum mínútum.

Eric Bailly skoraði fyrsta mark United á 45. mínútu þar sem hann náði að klína boltanum inn í markið. Romelu Lukaku skoraði annað mark gestanna á 80. mínútu, en Paul Pogba bætti öðru markinu við tveimur mínútum seinna og Anthony Martial bætti við fjórða og síðasta marki leiksins tveimur mínútum síðar.

Lukaku skoraði tvö mörk í fyrstu umferðinni í 4:0 sigri á West Ham, Pogba gerði eitt, sem og Martial svo sömu menn voru á markaskónum í dag.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér að neðan.

Swansea 0:4 Man. Utd opna loka
90. mín. Þrjár mínútur í uppbótartíma á Liberty-vellinum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert