West Brom áfrýjar rauða spjaldinu

Hal Robson-Kanu stoppaði stutt inni á vellinum um helgina.
Hal Robson-Kanu stoppaði stutt inni á vellinum um helgina.

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins West Brom voru fjarri því sáttir þegar Hal Robson-Kanu var vikið af velli um helgina í leik liðsins við Burnley. Sóknarmaðurinn fékk að líta rauða spjaldið stuttu eftir að hafa skorað sigurmark West Brom.

Robson-Kanu virtist gefa Matthew Lowton, bakverði Burnley, olnbogaskot í höfuðið þegar þeir áttust við í skalleinvígi. Dómarinn var ekki lengi að ná í rauða spjaldið og vísa kappanum af velli.

West Brom sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem félagið greindi frá því að það hefði áfrýjað rauða spjaldinu til enska knattspyrnusambandsins. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert