Birkir skoraði og lagði upp í sigri

Birkir og félagar fagna í kvöld.
Birkir og félagar fagna í kvöld. Ljósmynd/Twitter-síða Aston Villa

Birkir Bjarnason átti líklegast sinn besta leik fyrir Aston Villa í kvöld síðan hann gekk í raðir félagsins í janúar síðastliðinn. Hann skoraði eitt og lagði upp annað mark í öruggum 4:1-heimasigri liðsins á Wigan í enska deildabikarnum í knattspyrnu í kvöld. Markið er það fyrsta sem Birkir skorar fyrir enska liðið. 

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir Bristol City sem vann óvæntan sigur á Watford á útivelli, 3:2 og Axel Óskar Andrésson var í fyrsta skipti í byrjunarliði Reading sem vann 3:1 sigur á Millwall á heimavelli eftir framlengingu. Jón Daði Böðvarsson lék ekki með Reading vegna meiðsla. 

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff sem tapaði óvænt fyrir Burton á heimavelli, 2:1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert