„Þau munu hlæja að Liverpool“

Philippe Coutinho umkringdur þremur leikmönnum Sevilla í gær.
Philippe Coutinho umkringdur þremur leikmönnum Sevilla í gær. AFP

Enn og aftur varð dapur varnarleikur Liverpool að falli þegar liðið gerði 2:2 jafntefli gegn Sevilla í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Anfield í gærkvöld.

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og nú aðstoðarþjálfari Íra, lá ekki á skoðunum sínum eftir leikinn frekar en endranær.

„Þetta lýsir Liverpool í hnotskurn og hvers vegna liðið mun ekki vinna neina titla. Varnarleikur liðsins er aðhlátursefni. Liverpool getur gleymt því að vinna Meistaradeildina. Liðið er nógu gott til að komast upp úr riðlinum en í útsláttarkeppni á móti liðum eins og Real Madrid munu þau hlæja að Liverpool,“ sagði Keane í viðtali við ITV-sjónvarpsstöðina eftir leikinn á Anfield í gærkvöld.

„Þessi varnarleikur hjá Liverpool var barnalegur. Liðið gerði marga hluti vel. Það skapaði sér mörg færi, það var hraði og kraftur í liðinu en gerði sig svo sekt um hörmuleg mistök í varnarleiknum.“

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert