Hörður Björgvin og félagar settu met

Hörður Björgvin átti góðan leik með Bristol City í gærkvöld.
Hörður Björgvin átti góðan leik með Bristol City í gærkvöld. Ljósmynd/twitter-síða Bristol City

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, og lið hans Bristol City sem leikur í ensku B-deildinni settu í gærkvöldi félagsmet þegar liðið komst áfram í enska deildabikarnum.

Bristol hafði þá betur gegn úrvalsdeildarliði Stoke, 2:0, og er komið áfram í fjórðu umferð keppninnar. Þetta er annað úrvalsdeildarliðið sem Bristol slær út í keppninni þetta tímabilið, en Watford lá í valnum í ágúst 3:2.

Bristol hefur aldrei afrekað það í sögu sinni að slá út tvö úrvalsdeildarfélög í röð í enska deildarbikarnum í sögu sinni. Hörður Björgvin spilaði báða leikina en hefur annars verið úti í kuldanum í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert