Mikilvæg fyrir mig og liðið

José Mourinho á hliðarlínunni á Old Trafford í kvöld.
José Mourinho á hliðarlínunni á Old Trafford í kvöld. AFP

„Ef þessi keppni er opinber keppni er hún mikilvæg fyrir Manchester United og fyrir mig sem knattspyrnustjóra,“ sagði José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester-liðsins, eftir 4:0 sigur gegn Burton Albion í 32-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.

Manchester United á titil að verja og mætir Swansea á útivelli í 16-liða úrslitunum.

„Ef þú spyrð mig hvort enski fótboltinn geti lifað og geti orðið betri án þessarar keppni. Kannski. Við myndum kannski vera ferskari í Evrópukeppninni sem dæmi. En við erum með þessa keppni og við verðum að bera virðingu fyrir styrktaraðilunum. Við verðum að bera virðingu fyrir mótherjunum og margir okkar eru að reyna að gera sitt besta,“ sagði Mourinho eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert