Gündogan slapp vel

Hugað að meiðslum Ilkay Gundogan í gær.
Hugað að meiðslum Ilkay Gundogan í gær. AFP

Meiðsli Ilkay Gündogan, leikmanns Manchester City, eru ekki alvarleg en hann meiddist í sigri City gegn WBA í ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í gær.

Menn óttuðust að þýski sóknarmaðurinn hefði meiðst á svipaðan hátt og í fyrra þegar hann sleit krossbönd í hné og þurfti að gangast undir aðgerð í kjölfarið.

Gündogan var í fyrsta skipti í byrjunarliði City frá því í desember og samkvæmt tilkynningu frá Manchester City reyndust meiðslin minniháttar eftir ítarlega skoðun sem hann gekkst undir í dag og hann ætti að geta byrjað að æfa aftur eftir nokkra daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert