Liverpool svaraði fyrir tapið á þriðjudag

Leikmenn Liverpool fagna í dag.
Leikmenn Liverpool fagna í dag. AFP

Liverpool vann 3:2-útisigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lærisveinar Jürgen Klopp svöruðu þar með fyrir tapið í deildabikarnum á sama velli á þriðjudaginn var. 

Mo Salah kom Liverpool yfir eftir korter með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Philippe Coutinho. Coutinho sá svo sjálfur um að gera annað markið á 23. mínútu með glæsilegri aukaspyrnu. Shinji Okazaki minnkaði muninn í uppbótartíma í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi því 2:1. 

Jordan Henderson kom Liverpool í 3:1 á 68. mínútu en aðeins mínútu síðar kom Jamie Vardy Leicester aftur inn í leikinn með marki af stuttu færi. Hann fékk svo gullið tækifæri til að jafna leikinn fjórum mínútum síðar er Anthony Taylor dæmdi víti eftir að Simon Mignolet hafði brotið af sér. Mignolet varði hins vegar slaka spyrnu Vardy og lokatölur urðu 3:2. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Coutinho kemur Liverpool í 2:0.
Coutinho kemur Liverpool í 2:0. AFP
Leicester 2:3 Liverpool opna loka
90. mín. Jamie Vardy (Leicester) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert