Conte ætlar ekki að vera lengi á Englandi

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP

Antonio Conte, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, ætlar ekki að staldra lengi við á Englandi þar sem hann saknar heimalandsins, Ítalíu. 

Conte á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea og þykir ólíklegt að hann framlengi samning sinn við félagið. 

„Ég stefni ekki á að vera lengi í útlöndum. Ítalía er landið mitt og ég sakna þess. Ég er hins vegar ekki viss hvenær ég sný aftur heim," sagði Conte í samtali við Anchi'io Sport. „Ég gæti aldrei farið til Kína, en við sjáum til með önnur lönd í Evrópu,“ bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert