Frakkinn á skotskónum gegn WBA

Alexandre Lacazette skallar boltann í mark WBA á 20. mínútu.
Alexandre Lacazette skallar boltann í mark WBA á 20. mínútu. AFP

Arsenal er komið í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á West Bromwich Albion, 2:0, í lokaleik sjöttu umferðar deildarinnar á Emirates-leikvanginum í London í kvöld. Alexandre Lacazette skoraði bæði mörkin.

Arsenal er komið með 10 stig, einu minna en Tottenham, Liverpool og Watford sem eru í fjórða til sjötta sæti með 11 stig. WBA er nú í 12. sæti með 8 stig.

Alexandre Lacazette kom Arsenal yfir á 20. mínútu þegar hann skoraði með skalla eftir að Alexis Sánchez skaut í þverslá úr aukaspyrnu.

Jay Rodriguez hafði áður átt skot í stöngina á marki Arsenal og Nacho Monreal bjargaði naumlega á marklínu frá honum á 38. mínútu.

Arsenal réð hinsvegar algjörlega ferðinni í seinni hálfleik. Lacazette skoraði aftur á 67. mínútu úr vítaspyrnu, 2:0, eftir að brotið var á Aaron Ramsey og Frakkinn hefur nú skorað 4 mörk í fyrstu þremur heimaleikjum sínum með Arsenal.

Gareth Barry miðjumaður WBA setti nýtt leikjamet í ensku úrvalsdeildinni. Hann lék sinn 633. leik og sló met Ryan Giggs.

Arsenal 2:0 WBA opna loka
90. mín. Aaron Ramsey (Arsenal) á skot sem er varið Eftir eldsnögga skyndisókn sem hófst við eigin hornfána.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert